Evrópusambandið hefur tekið Ísland af lista sínum yfir umsóknarríki að sambandinu. Þetta kom fram á mbl.is í vikunni en vísað var í þann hluta á vef sambandsins þar sem hægt er að skoða stöðuna á umsóknarríkjum.
Evrópusambandið virðist þó ekki alveg vera búið að gefast upp á Íslendingum þar sem Ísland er ennþá á lista yfir umsóknarríki á þeim hluta vefsins sem útskýrir hvernig ESB virkar. Hér má sjá Ísland í hópi umsóknarríkja.
Ríkisstjórnin tilkynnti Evrópusambandinu um miðjan mars á þessu ári að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki og fór fram á það að landið yrði tekið af lista sambandsins yfir slík ríki.
Það hefur hins vegar tekið sinn tíma að komast af listum yfir umsóknarríki og baráttan virðist ennþá standa yfir.