Auglýsing

Ísland ekki lengur umsóknarríki á vef ESB

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur tekið Ísland af lista sín­um yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu. Þetta kom fram á mbl.is í vikunni en vísað var í þann hluta á vef sambandsins þar sem hægt er að skoða stöðuna á umsóknarríkjum.

Evrópusambandið hefur einnig tekið Ísland af lista yfir umsóknarríki á þeim hluta vefsins sem útskýrir hvernig ESB virkar. Nútíminn greindi frá því að sunnudag að Ísland væri ennþá þar en ESB hefur nú bætt úr því.

Ísland er því hvergi að finna á lista yfir umsóknarríki á vef ESB.

Rík­is­stjórn­in til­kynnti Evr­ópu­sam­band­inu um miðjan mars á þessu ári að Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki og fór fram á það að landið yrði tekið af lista sam­bands­ins yfir slík ríki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing