Auglýsing

Þjóðskrá hafnar nafnabreytingu Jóns Gnarr: „Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns“

Þjóðskrá hefur hafnað umsókn Jón Gnarr um nafnabreytingu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Jóns. „Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns. Gott og vel,“ segir hann.

Nafnabreyting Jóns Gnarr, úr Jón Gnarr Kristinsson í einfaldlega Jón Gnarr, var samþykkt af dómara í Houston í Bandaríkjunum í mars.

Sjá einnig: Nafnabreytingin heljarinnar ferli: FBI kannaði hvort Jón Gnarr væri eftirlýstur glæpamaður

Jón sagðist þá hafa þurft að gera grein fyrir ástæðu og að helsta ástæða sín sé að Kristinsson eftirnafnið skapi óþægindi fyrir sig þar sem hann starfar og er þekktur undir öðru nafni.

„Það er fallist á þau rök. Eina skilyrðið fyrir nafnabreytingu hér er að nafnið sé ekki augljóslega fáránlegt. Nöfn eins og Hand Lotion, Adolf Hitler, Nissan Primera eða Motherfucker Johnson mæta kerfislegri fyrirstöðu og ólíklegt að dómari fallist á þau,“ sagði Jón.

Jón sagðist í viðtali við Svala og Svavar á K100 á dögunum að hann væri búinn að vinna í því að breyta nafni sínu í 30 ár.

Þegar hann bjó í Houston fyrr á þessu ári ákvað hann að athuga hvort hann gæti breytt nafni sínu þar. Það tókst og Jón fékk afrit af dómsúrskurði sem hann fór með í þjóðskrá og óskaði eftir því að nafn hans verði fært inn á skrá en beiðninni var hafnað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing