Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknar, las yfir þingheimi í síðustu viku og sagði starfsumhverfið á Alþingi ekki boðlegt.
„Til að mynda væri það strax til bóta ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap í sinn garð og flokksfélaga frá næstu sessunautum,“ sagði hún.
Sjá einnig: Sjáðu umtalaða ræðu yngstu þingkonunnar: „Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi“
Jóhanna María heldur áfram að láta fólk heyra það á Twitter-síðu sinni í dag. Samfylkingin og fjölmiðlamenn eru á meðal þeirra sem hafa fengið á baukinn frá þingkonunni.
Stjórnvöld kynntu í dag aðgerðaráætlun til losunar fjármagnshafta. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar sagði á Vísi aðgerðirnar væru „miklu nær því sem að Samfylkingin lagði til fyrir síðustu kosningar en það sem Framsóknarflokkurinn lagði til“.
Jóhanna svaraði því um hæl.
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607919706826227712
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607919850871234560
Skítkastandi fjölmiðlamenn fengu svo næstu pillu.
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607920529387962368
Við erum ekki alveg viss um hver á að fá þetta skot en við giskum á Samfylkinguna.
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607920974114234368
Næst fékk Framsóknarflokkurinn hrós.
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607921498498727936
Áður en Samfylkingin fékk aðra gusu.
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607922249732079617
Svo er nauðsynlegt að brjóta þetta upp og slá á létta strengi.
https://twitter.com/hannasigmunds/status/607924064586461184