Auglýsing

Örskýring: Fjöldamorð í kirkju í Charleston

Um hvað snýst málið?

Dylann Roof hefur verið handtekinn eftir að hann hóf skotárás í kirkju í Charleston í Bandaríkjunum. Níu létust í árásinni, þrír karlmenn og sex konur.

Hvað er búið að gerast?

Roof er 21 árs gamall. Talið er að um hatursglæp sé að ræða og málið er rannsakað sem slíkt af bandarískum yfirvöldum.

Hann var viðstaddur bænastund í sögufrægri kirkju blökkumanna í klukkustund áður en hann reis úr sæti, hóf skotárás og komst svo undan.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs reyndu kirkjugestir að sannfæra hann um að hætta að skjóta og á hann þá að hafa sagt:

Ég verð að gera þetta. Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka yfir landið. Þið verðið að fara.

Fjölskylda Roof segir í samtali við Wall Street Journal að hann sé einfari með rasískar skoðanir. Hann er sagður hafa fengið skotvopnið í afmælisgjöf.

Hvað gerist næst?

Bandaríkjaforseti og borgarstjóri Charleston kalla eftir breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing