Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi og lögreglumaður, sendir virkum í athugasemdum tóninn í pistli á mbl.is sem hún skrifar í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Áslaug Arna hefur oft fengið yfir sig gusur frá virkum í athugasemdum og tekur dæmi í pistlinum.
„Drekktu þér heimska tík“ er athugasemd beint af netinu vegna ummæla sem ég setti fram í pólitískri umræðu.
Hún spyr hvort það sé þá ekki bara betra að hafa ekki skoðanir, mæta ekki á kjörstað og taka ekki þátt í umræðunni, í stað þess að einhver óski henni dauða.
„Svarið er hinsvegar nei, því fleiri sem taka þátt í umræðunni, því líklegra er að skoðanir ungs fólks fái meiri hljómgrunn, hverjar sem þær eru og hvort sem þær eru til hægri eða vinstri,“ segir hún.
„Tvær eða tuttugu niðrandi athugasemdir mega ekki stoppa mikilvæga umræðu og þátttöku ungs fólks í lýðræðinu.“
Smelltu hér til að lesa pistilinn.
Af þessu tilefni skulum við rifja upp atriði úr Áramótaskaupinu 2012, þar sem virkir í athugasemdum voru teknir fyrir.