Auglýsing

Páll Valur vill bæta stemninguna á Alþingi: Leggur til að hefja þingfundi á söng og íhugun

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði til á Alþingi í dag að þingfundir myndu hefjast á hópsöng þingmanna. Þá myndu þingmenn íhuga í fimm mínútur í þögn. Ræðu Páls má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Popplag úr eldræðu Gunnars Braga á Alþingi: Hvar er kjarkurinn?

Páll Valur sagðist ekki vera mættur til að kvarta og rifjaði upp samtal við einn af starfsmönnum þingsins á laugardag.

Þá kom hún með þá frábæru uppástungu, að mér fannst, að hæstvirtur þingforseti ætti að hefja alla þingfundi á söng, að við ættum að syngja eitt lag saman áður en við byrjuðum þingfundi. Mér finnst það frábær hugmynd. Síðan ættum við í kjölfarið að íhuga í fimm mínútur í þögn.

Stemningin á Alþingi hefur verið ansi slæm undanfarið og Páll Valur sagðist geta lofað því að þessar nýstárlegu aðferðir myndu virka.

„Þá myndi kannski ástandið verða betra hérna og við gætum boðið fólki upp á gott þing,“ sagði hann.

„Það hefur verið reynt í skólum í Bandaríkjunum, íhugun í 15 mínútur í erfiðustu skólum Los Angeles, og það virkaði. Þeir eru með þeim bestu í dag.“

Ræðu Páls má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing