Auglýsing

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð í öllum fylkjum Bandaríkjanna eftir úrskurð hæstarétts

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað bönn við hjónaböndum samkynhneigðra ólögleg. Það þýðir að fylki Bandaríkjanna mega ekki lengur banna samkynhneigðum að gifta sig.

30 fylki Bandaríkjanna höfðu leyft hjónabönd samkynhneigðra og í október vísaði hæstiréttur frá áfrýjunum fimm fylkja sem vildu halda til streitu banni við slíkum hjónaböndum. Umrædd fylki voru Indiana, Oklahoma, Utah, Virgina og Wisconsin.

Dómarinn Anthony Kennedy skrifaði meirihlutaálit hæstarétts. Hann vísa í stjórnarskrá Bandaríkjanna og sagði að samkvæmt henni ættu samkynhneigðir jafnan rétt á því að ganga í hjónaband og gagnkynhneigðir.

Obama Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter og sagði að stórt skref hefði verið stigið í átt að jafnrétti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing