Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingflokksformaður Pírata, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að annar hver dagur á Alþingi væri eins og lokasena í þætti af Game of Thrones.
Maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað.
Sjáðu ræðu Helga Hrafns hér fyrir neðan. Hún vakti mikla athygli en hann gagnrýndi störf þingsins harðlega. Notendur á Twitter voru allavega ánægðir.
Helgi Hrafn er svo mikill töffari. Í alvöru. #eldhusdagur
— Iðunn Garðarsdóttir (@Idunn_G) July 1, 2015
Er Helgi Hrafn ekki þingmaður ársins? #eldhúsdagur
— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) July 1, 2015
Takk fyrir að sýna smá reiði Helgi Hrafn. Hlakka til að sjá ræðuna með undirspili á nutiminn.is #eldhusdagur
— Sigurður Hólm (@siggi_holm) July 1, 2015
Er HelgiHrafn að henda í létt rímnaflæði til að auðvelda @nutiminn remixið fyrir næsta lag? #eldhúsdagur
— Nanna Kristín (@nannakristin) July 1, 2015
Helgi Hrafn lauk ræðu sinni á því að vitna í lag Jónasar Sigurðssonar, Hleypið mér út úr þessu partíi, og sagði svo: „Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan!“
Ræðu Helga Hrafns má sjá hér fyrir neðan.