Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata, kynntist konu sinni, Zarela Castro frá Perú, á vefsíðunni Hot or Not. Þau eiga í dag tvö börn. Þetta kemur fram í viðtali við Jón Þór í Fréttablaðinu í dag.
Hot or Not fór í loftið árið 2000 og var nokkurs konar forveri appa á borð við Tinder. Notendur settu inn myndir af sér sem aðrir notendur gáfu einkunnir. Þá var hægt að spjalla við fólk í gegnum síðuna.
Ég póstaði mynd af mér og spjallaði við fullt af stelpum. Svo tjattaði ég við eina og hafði svona gaman af því.
Í viðtalinu kemur fram að hann hafi ferðast mikið um heiminn á þessum tíma og að hann hafi ákveðið að fara til Perú að hitta Zarelu.
„Við urðum ástfangin,“ segir hann í Fréttablaðinu.
Börnin þeirra eru tveggja og hálfs og fimm ára.
„Að verða faðir er dásamlegt, það breytti lífinu þannig að forgangsröðunin er allt önnur. Það er ekkert yndislegra en að halda á barninu þínu og elska barnið þitt.“