Auglýsing

Sjö ástæður fyrir því að íslenskir unglingar vilja flytja úr landi

Sífellt fleiri unglingar hafa hug á því að flytja af landi brott. Samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri vill réttur helmingur íslenskra ungmenna búa erlendis í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Við viljum halda unglingunum hér á landi en það verður erfitt. Sérstaklega þegar þessi sjö atriði hér fyrir neðan eru skoðuð.

 

7. Það er dýrt að búa á Íslandi

Það er dýrt að vera til á Íslandi og launin eru hærri í löndunum í kringum okkur. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir að framleiðni á Íslandi sé almennt mjög lág eins og kom fram í skýrslu McKinesy.

„Það leiðir til þess að tímakaupið verður lágt, en við bættum það upp með lengri vinnudegi,“ segir hann á Vísi og bendir á þjóðirnar í kringum okkur vinni styttri vinnudag en séu samt ríkari ef miðað er við landsframleiðslu á mann.

6. Fólk ræður ekki hvað það nefnir börnin sín

Baby-Gif-9

Á Íslandi starfar sérstök nefnd á vegum ríkisins sem ákveður hvað fólk má nefna börnin sín. Hér eru 19 nöfn sem ríkið bannar þér að nefna barnið þitt.

5. Unga fólkið þarf að borga dýr kosningaloforð

raining_david_tennant

Þau sem eru 35 ára og yngri fengu minnst úr Leiðréttingunni.

4. Lögreglan leitar bara að fíkniefnum þar sem ungt fólk kemur saman

funny-gif-cop-shooting-gun

Eins og Pawel Bartoszek benti á í frábærum pistli tíðkast að lögreglan stundi handahófskennda líkamsleit á tónlistarhátíðum ungs fólks en ekki annars staðar.

„Fíkniefnahundar. Löggur á hverju strái. Fólk í móðursýkiskasti að ásaka hvert annað um að vera „undercover“. Endalaus dópumræða í fjölmiðlum. Þetta dregur vissulega úr gleðinni. En hvað getur maður svo sem gert?“ skrifaði hann.

3. Leigumarkaðurinn í Reykjavík er skelfilegur

2-Hamsters-1-Wheel

Það er ekki bara dýrt að leigja íbúð í Reykjavík, það er erfitt að finna íbúð á góðum stað og ennþá erfiðara að greiða háar upphæðir í tryggingu sem flestir leigusalar fara fram á.

2. Stjórnvöld geta ekki samið við hjúkrunarfræðinga

802d648b6ebbfe351455c3cb5e5f7fc0

Fé­lags­menn í Fé­lagi ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga höfnuðu kjara­samn­ingi fé­lags­ins við fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og nú þarf sérstakan gerðardóm til að semja við stéttina. Ekki beinlínis jákvæð skilaboð til framtíðarkynslóða.

1. Áburðarverksmiðjur eiga að vekja ungum Íslendingum von í brjósti

jimmy_fallon_gif_by_a_new_hope

Og þegar vekja á ungum Íslendingum von í brjósti leggur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktun um að ríkið kanni möguleika þess að reisa áburðarveksmiðju.

Rifjum upp hvað kemur fram í greinargerð um frumvarpið:

Brýn þörf er á að skapa ný vel launuð störf hér á landi til að vinna bug á atvinnuleysi, til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni.

Akkúrat.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing