Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að bannað sé að nefna barnið sitt Eileithyia á Íslandi. Vegna þess máls hefur nefndin hins vegar ákveðið að úrskurða nafnið Eileiþía á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
Sjá einnig: 19 nöfn sem ríkið bannar þér að nefna barnið þitt
Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að samkvæmt gögnum Þjóðskrár þá ber engin kona nafnið Eileithyia í þjóðskrá sem uppfyllir skilyrði mannanafnanefndar varðandi hefð.
Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1910. Það telst því ekki vera hefð fyrir nafninu Eileithyia. En vegna þess máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnið Eileiþía á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
Nefndin samþykkti einnig á dögunum nöfnin Remek og Ilse.