Sigmundur Davíð Gunnlaugsson situr í 169. sæti á lista vefsíðunnar Hottestheadsofstate.com yfir kynþokkafyllstu þjóðarleiðtoga heims. Þetta kemur fram á mbl.is.
Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, konungur Bútan, er í efsta sæti listans en Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er svo Felipe VI Spánarkonungur.
Cristina Fernández de Kirchner, forseti Argentínu, er efsta konan en hún er í fjórða sæti. Barack Obama Bandaríkjaforseti er í 13. sætið og Vladimir Putin, forseti Rússlands, situr í því 32. sæti. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er 199. og neðsta sæti listans.
Með síðunni vilja forsprakkarnir af einhverjum ástæðum frelsa fólk undan oki óaðlaðandi þjóðarleiðtoga.
Of lengi hafa borgarar heimsins þurft að þjást undan ofríki óaðlaðandi leiðtoga. Sumir segja að svona séu hlutirnir bara: Óaðlaðandi fólk heldur dauðahaldi í valdið og sleppa aldrei takinu. Við segjum: Ekki með þessu viðhorfi.