Auglýsing

Páll Magnússon tekur til varna fyrir Páleyju: „Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum“

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, tekur til varna fyrir Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjória í Vestmannaeyjum, í pistli í Fréttablaðinu í dag.

Páley Borgþórsdóttir ákvað lögreglan myndi ekki veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð á dögunum. Þá skoraði hún á gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn og sjúkraflutningsmenn að veita engar upplýsingar, hvort sem upp koma kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.

Sjá einnig: Lögreglustjórinn í Eyjum krefst þess viðbragðsaðilar segi ekki frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð

Páll segir tilmælin eðlileg og rökrétt. „Þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning,“ segir hann í pistlinum.

Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015?

Hann segir að ekki hafi verið að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt í fyrirmælum Páleyjar.

„Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu,“ segir hann.

Páll segist hissa á að talskona Stígamóta hafi brugðist við „útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða.“

Þá veltir hann fyrir sér hvort ung kona, þolandi tveggja nauðgana, sem steig fram og lýsti opinberlega yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans, yrði sökuð um tilburði til þöggunar

„Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing