Um hvað snýst málið?
Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa samþykkt ályktun um afglæpavæðingu þess að kaupa og selja vændi ásamt því að gera út á vændisstarfsemi.
Tillagan fjallar um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks og að refsingum verði aflétt af iðju vændisfólks, annarra en barna og fórnarlamba mansals eða annarrar nauðungar.
Hvað er búið að gerast?
Í frétt á vef Amnesty segir að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali.
Íslandsdeild samtakanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna á heimsþingi Amnesty samþykkti í Dyflinni.
Hörður Helgi Helgason. formaður Íslandsdeildar Amnesty, sagði í fréttum Stöðvar 2 að Amnesty hafi árum saman barist fyrir því að tryggja mannréttindi þeirra sem að eru í vændisiðnaðinum, hjálpað einstaklingum að komast út úr honum og komið í veg fyrir fólk leiðist út í hann.
Þeirra mannréttindi þarf að horfa til og þessari stefnu er ætlað að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja þau með bestum hætti. Afstaða samtakana er þá sú að það tryggi það ekki að leggja refsingu við iðjunni eða iðnaðinum.
Sjö kvennasamtök á Íslandi skoruðu á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér fyrir því að tillagan yrði felld.
Hvað gerist næst?
Alþjóðaráð samtakanna munu nú þróa stefnu samtakanna í málinu.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.