Auglýsing

Árni Páll segir að ríkisstjórnin beri líka ábyrgð á fylgistapi Samfylkingar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að fylgistap Samfylkingarinnar megi að einhverju leyti rekja til svikinna loforða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Samfylkingin mælist aðeins með um 12% fylgi, sem er það lægsta fylgi flokksins síðan í júlí árið 1998.

„En það er hins vegar alveg ljóst á fylgistölunum að það sem mestu skiptir og endurspeglast í fylgi allra flokka er óþol með stjórnmálin,“ segir Árni Páll í Viðskiptablaðinu.

Ég hef þá kenningu að stóri áhrifavaldurinn í þessu hafi verið loforð ríkisstjórnarflokkanna um þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu sem er svikið í tvígang, fyrst með tilrauninni til að draga aðildarumsókn til baka í febrúar 2014 og svo aftur með bréfinu í febrúar 2015.

Hann segir að í bæði skiptin hafi verið gríðarlegar fylgissveiflur og mikil fylgisaukning hjá þeim flokkum „sem menn telja að standi fyrir eitthvað nýtt, fyrst Bjartri framtíð og í seinna skiptið Pírötum“.

„Ég held einfaldlega að vonbrigði fólks endurspeglist í þessum sveiflum,“ segir Árni Páll í Viðskiptablaðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing