Auglýsing

Þungarokkhljómsveitin Okilly Dokilly er með Ned Flanders-þema í gangi

Hljómsveitin Okilly Dokilly hefur vakið mikla athygli á internetinu þrátt fyrir að vera nýstofnuð. Ástæðan er sú að hljómsveitin er með einhvers konar Ned Flanders-þema í gangi.

Ned Flanders er að sjálfsögðu strangtrúaði nágranni Simpsons-fjölskyldunnar.

Hljómsveitin er frá Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum og allir meðlimirnir eru klæddir eins og Ned Flanders ásamt því að skarta yfirvaraskeggi og kringlóttum gleraugum.

Þá ganga meðlimir Okilly Dokilly undir sérstökum listamannanöfnum: Head Ned, Bled Ned, Red Ned, Thread Ned og Stead Ned.

Head Ned sagði í samtali við vefinn Rip It Up að nafn hljómsveitarinnar hafi komið þegar hann og trommuleikarinn voru í röð í matvöruverslun að leika sér að því að finna sæt nöfn á grjótharðar hljómsveitir.

Nafnið Okilly Dokilly kom bara og okkur fannst það fyndið, þannig að við ákváðum að nota það. Ég hafði samband við nokkra vini og hér erum við.

Hér geturðu hlustað á lög með þessari stórfurðulegu hljómsveit.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing