Auglýsing

Heiða Kristín mætti á „tilfinningaríkan“ fund Bjartrar framtíðar

Björt framtíð hélt fund í kúbbhúsi Snarfara í gær þar sem staða flokksins var rædd af rúmlega 50 félagsmönnum. Ný tillaga Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, var ekki mikið rædd að sögn framkvæmdastjóra flokksins.

Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður flokksins, mætti á fundinn. Hún hætti sem stjórnarformaður í desember en segist vera tilbúin að bjóða sig fram sem formaður Bjartrar framtíðar ársfundi flokksins í september.

Guðmundur svaraði því á dögunum og sagðist engan áhuga hafa á formannsslag. Hann hyggst leggja fram tillögu á ársfundinum um að láta embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks.

Eftir fundinn í gær sendi Unnsteinn Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar, út fréttatilkynningu um að fundurinn hafi verið „tilfinningaríkur, hreinskiptur og því góður“.

Við ætlum að taka okkur nokkra daga til að skoða tillögu um breytt skipulag sem líklega verður lögð fyrir ársfund Bjartrar framtíðar 5. september næstkomandi.

Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, segir að mestur tími hafi farið í að ræða stöðu flokksins og að því miður hafi ekki náðst að ræða tillögu Guðmundar mikið.

Hún segir marga félagsmenn hugsi yfir gengi flokksins og að fólk hafi tjáð sig hispurslaust á fundinum um hvernig það sér fyrir sér framhaldið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing