Auglýsing

Gissur safnaði sex milljónum fyrir palenstínskan mann sem flúði stríðið í Sýrlandi

Gissur Símonarson, stofnandi fréttasíðunnar Conflict News, hóf í vikunni söfnun fyrir palestínskan mann sem neyddist til að flýja heimili sitt í Sýrlandi vegna átakanna þar í landi.

Gissur hóf leit að manninum eftir að mynd af honum dreifðist eins og eldur í sinu um internetið. Samkvæmt frétt Huffington Post dreifðu fleiri en milljón manns myndinni sem sýnir hann að störfum, selja penna til að sjá fyrir sér og tveimur ungum börnum sínum.

View post on imgur.com

Gissur birti þessa færslu á Twitter á þriðjudag og vakti hún mikla athygli.

Með hjálp blaðamanna og aktívista í Líbanon fannst maðurinn. Hann heitir Abdul og hefur dvalið í Yarmuk flóttamannabúðir Palestínumanna sunnan við Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Vígamenn íslömsku samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki hertóku búðinar í apríl.

Gissur birti svo þessa færslu og hóf söfnun fyrir hann og börnin hans.

Upphaflega var takmarkið að safna 5.000 dölum — það náðist á hálftíma, samkvæmt Gissuri. Söfnunin er nú komin upp í rúmlega 47 þúsund dali, eða rúmlega sex milljónir króna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing