Auglýsing

Örskýring: Milljónir á flótta vegna stríðsátaka

Um hvað snýst málið?

Talið er að rúmlega tuttugu milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Írak, Afganistan og í Norður-Afríku.

Flótta­manna­vand­inn í Evr­ópu hef­ur ekki verið eins mik­ill síðan eft­ir seinni heimstyrj­öld og lít­ur allt út fyr­ir að hann verði enn meiri á næstu miss­er­um.

Hvað er búið að gerast?

Rúmlega 2.500 flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafinu á árinu.

71 lík fannst í vikunni í vöru­flutn­inga­bif­reið sem hafði verið yf­ir­gef­in við hraðbraut í Aust­ur­ríki. Talið er að allir hinir látnu hafi verið flóttamenn.

340 þúsund flóttamenn komust til landa ESB fyrstu sjö mánuði ársins. Þar af kou 260 þúsund sjóleiðis um Miðjarðarhaf. Stærstur hluti þeirra dvelur nú í flóttamannabúðum sem hefur verið komið upp víða.

Stærstu búðirnar eru á Ítalíu og Grikklandi. Yfirvöld í Austurríki og Þýsklandi, ásamt fleiri ríkjum, vinna nú að því að koma upp búðum til þess að geta tekið á móti tugum þúsunda til viðbótar við þann fjölda sem þegar dvelur í búðum í löndunum.

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir vilja sín­um um að taka á móti 50 flótta­mönn­um sam­tals á þessu og næsta ári. Á Facebook er skorað á stjórnvöld að taka á móti 5.000 flóttamönnum.

Hvað gerist næst?

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að neyðarstarf verði stóreflt. Þá hafa Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari og Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, hvatt  til sam­stöðu meðal Evr­ópu­ríkja í að tak­ast á við mál­efni flótta­manna.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing