Auglýsing

Formaður Pírata hafnar sérstöku launaálagi, sparar ríkinu tæpar fjórar milljónir á ári

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, verður formaður flokksins þegar þing hefst á ný á morgun. Helgi Hrafn tekur við af Birgittu Jónsdóttur, sem tekur við af honum sem þingflokksformaður.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að formennska í Pírötum sé eingöngu formlegs eðlis „vegna þinglegra prótócolla“ og að það hafi ekki í för með sér nein sérstök valdsvið eða ábyrgð.

„Þess vegna hefur formaður flokksins ávallt hafnað sérstöku launaálagi frá Alþingi fyrir formennskuna og mun Helgi Hrafn einnig hafna álaginu nú,“ segir í tilkynningunni.

Formenn fá greitt 50% álag á þingfararkaup sem er 651.446 krónur á mánuði. Álagið er því 325.723 krónur á mánuði eða 3.908.676 á ári.

Píratar spara því ríkinu rúmlega 15 milljónir á kjörtímabilinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing