Auglýsing

Bein útsending á Nútímanum: Bankar og hópfjármögnun

Fundur um hvort bönkum standi ógn af hópfjármögnun fer fram í útibúi Íslandsbanka á Granda hefst klukkan 8.15 og lýkur klukkan 9. Fundurinn er í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Ingi Rafn Sigurðsson frá Karolina Fund og Helga Valfells hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins tala á fundinum en þau hafa mikla þekkingu úr nýsköpunar- og frumkvöðlaheiminum.

Ingi Rafn segir að eitt að næstu skrefum Karolina Fund sé að veita svokallaða P2P þjónustu og verða þannig milliliður um fjármögnun verkefna. „Við erum að gera okkur klár að fara inn á þessar brautir,“ segir hann.

Hann ítrekar að Karolina Fund verði ekki banki sem sitji á digrum sjóðum heldur tenging milli aðila sem eru að leita að fjármögnun annars vegar og fjárfestum hins vegar. Ingi Rafn fjallar nánar um þetta á fundinum.

Fylgstu með beinni útsendingu frá fundinum hér fyrir neðan.

Kassamerkið #ISBfundur heldur utan um umræðuna um fundinn.


Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing