Auglýsing

„Súkkulaði er algjört lykilatriði“

Jói Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Crankwheel og fyrrum sérfræðingur hjá Google, fjallaði um aðferðir sem eru notaðar hjá CrankWheel til að smíða rétta vöru, uppgötva hvar í notkunarferlinu notendurnir lenda í vandræðum, og finna sársaukann sem notendur finna á fundi á vegum Íslandsbanka í morgun.

Jói sagði meðal annars að súkkulaði væri algjört lykilatriði til að fá fólk til að prófa hugbúnað. „Eiga nóg af súkkulaði, þá reddast þetta alltaf.“

Fundurinn var í beinni útsendingu á Nútímanum en upptöku má sjá hér fyrir neðan. Eftir fundinn stýrði Svanur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri vefstofunnar Skapalóns, áhugaverðum umræðum um vöruþróun og notendaupplifun í stafrænum heimi.

Sjáðu upptökuna hér fyrir neðan í boði Íslandsbanka.

Um var að ræða þriðja fundinn í fundaröðinni: Hvað geta bankar lært af öðrum? Fundirnir hafa verið í beinni útsendingu á Nútímanum en á þeim er því velt upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum. Næsti verður á fimmtudaginn fundur fjallar um Bitcoin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing