Auglýsing

Costco hristir upp í markaðnum, Krónan skoðar að selja bensín við verslanir sínar

Kaupás hyggst hefja sölu á eldsneyti við verslanir Krónunar. Þetta kemur fram á Vísi og er staðfest af Jóni Björnssyni, forstjóra Festi/Kaupáss.

Á Vísi kemur fram að möguleiki sé á samstarfi við annan aðila, en einnig á að hefja sölu undir nafni Krónunar. Jón segir á Vísi að þau séu komin sæmilega langt í ferlinu, en endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur.

Með þessu útspili gæti Krónan verið að bregðast við komu verslunarrisans Costco til landsins. Mbl.is greindi frá því í síðustu viku að gert sé ráð fyrir 16 eldsneytisdælum við væntanlega stórverslun Costco í Garðabæ.

Þar kom einnig fram að Costco selji eldsneyti á um 400 stöðvum víðsveg­ar um Banda­rík­in og að það sé yf­ir­lýst stefna verslunarrisans að bjóða eldsneyti á lægra verði en það sem keppi­naut­arn­ir selja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing