Íslandsbanki stendur fyrir fundi undir yfirskriftinni Hvað í fj@$¥€£% er þetta Bitcoin? klukkan 8.15. Fundurinn er í beinni útsendingu í boði Íslandsbanka hér fyrir neðan.
Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Appvise og áhugamaður um Bitcoin, verður með framsögu og að henni lokinni ræðir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins við Gísla um málið og stýrir umræðum.
Fundinum er lokið. Hér má sjá upptöuna.
Kassamerkið #ISBfundur er notað til halda utan um umræðuna á Twitter.
Um er að ræða fjórða fundinn í fundaröðinni: Hvað geta bankar lært af öðrum. Fundirnir hafa verið í beinni útsendingu á Nútímanum en á þeim er því velt upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum.