Ólöf Nordal innanríkisráðherra gefur kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem hefst 23. október. Þetta kemur fram á Vísi. Þar kemur einnig fram að Ólöf ætli að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum.
Á fimmtudag tilkynnti Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi setu sem varaformaður.
Á Vísi kemur fram að Ólöf neiti því að ákvörðunin hafi á nokkurn hátt verið tekin út frá stöðu Hönnu Birnu. „Þetta snýst fyrst og fremst um það hvort ég geti gert gagn. Mig langar að gera það,“ segir hún.
Mig langar til að leggja mig áfram fram við að vinna okkur öllum gagn hér. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun af minni hálfu.
Loks kemur fram á Vísi að hún svari því ekki hvort hún hafi gert Hönnu Birnu grein fyrir ákvörðun sinni.