Auglýsing

Líf forsetans ekki dans á rósum, frelsissvipting, ábyrgð og skyldur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, að menn tali stundum um forsetaembættið eins og það sé skemmtilegt embætti og að forsetinn lifi góðu lífi.

„Það er kannski eðlilegt að menn átti sig ekki á því hvers konar frelsisvipting, hvers konar ábyrgð felst í því að gegna þessu embætti,“ sagði hann.

Ekki bara fyrir sjálfan mann heldur líka fyrir fjölskyldur manns. Og maður er ekkert að bera það á torg.

Ólafur sagði forsetann afsala verulegum hluta af sínu persónulega frelsi og takast á ábyrgð og skyldur og vakt þar sem hann eða hún verða að standa sína plikt alveg óháð hvað líður óskum annarra í fjölskyldunni.

Sjá einnig: Topp 10: Fólk sem ætti að búa með forsetanum

„Prógrammið hefur sinn gang, skyldurnar eru gagnvart þjóðinni — atburðir og örlög sem forsetinn verður að takast á við. Þó ég sé ekkert að kvarta, þá er líka hlið í forsetaembættinu sem felur í sér mikla fórn,“ segir hann.

„Það er mikilvægt að þjóðin og aðrir átti sig á því og líka mikilvægt að þeir sem vilja bjóða sig fram til embættisins, þeir átti sig á því að þetta er ekki bara dans á rósum.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing