Auglýsing

Odom notaði hættuleg stinningarlyf og kókaín, upptaka af neyðarlínusímtalinu birt

Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var búinn að nota stinningarlyf sem kallast Reload ásamt kókaíni þegar hann veiktist á vændishúsi í Nevada á þriðjudagskvöld. Þetta kom fram í máli Richard Hunter, fjölmiðlafulltrúa vændishússins, þegar hann hringdi í neyðarlínuna að óska eftir hjálp.

Lögreglan í Las Vegas birti upptökuna sem hægt er að hlusta á hér fyrir ofan.

Í símtalinu kom einnig fram að blætt hafi úr nefi Odom ásamt því að blóð og hvít froða hafi komið úr munni hans. Odom var meðvitundarlaus þegar hringt var í neyðarlínuna.

Á vef TMZ er haft eftir fólki í vændishúsinu að Odom hafi tekið tíu Reload-töflur á þremur dögum áður en hann missti meðvitund. Þar kemur einnig fram að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafi metið töflurnar hættulegar og hvatt fólk til að henda þeim.

Þær innihalda virkt efni úr Viagra og geta samkvæmt lyfjaeftirlitinu lækkað blóðþrýsting hættulega mikið.

Odom berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Las Vegas. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hann veiktist á vændishúsinu Dennis Hof’s Love Ranch í suðurhluta Nevada-fylkis í gærkvöldi.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Khloe Kardashian, fyrrverandi eiginkona Odom, sé með honum á sjúkrahúsinu. Hún er óhuggandi, samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly en hún var þegar stödd í Las Vegast þegar Odom veiktist. Kim Kardashian og Kris Jenner, móðir þeirra, eru með Khloe og Rob, bróðir þeirra, ku vera á leiðinni á staðinn til að vera með Odom ásamt Scott Disick.

Ástand Odom er tvísýnt, samkvæmt fréttasíðunni TMZ, sem sagði fyrst frá málinu. Þar kemur fram að hann sé í dái. Fjölmiðlafulltrúi hans hvetur þó fólk til að bera virðingu fyrir einkalífi hans og fjölskyldu hans. „Ekki hlusta á rangar upplýsingar um málið sem hafa farið á kreik,“ sagði hún í yfirlýsingu án þess þó að útskýra það nánar.

Khloe Kardashian og Lamar Odom voru gift í fjögur ár en skildu í júlí á þessu ári. Hún sagði í viðtali í september að hann hafi verið ástin í lífi hennar.

Hjónaband okkar var frábært. Vildi ég að hann hefði reynt að aðeins betur? Já. Held ég að hann hafi kannski ekki haft orku í það vegna þess að hann þurfti að berjast við svo margt annað? Já.

Odom hefur barist við eiturlyfjafíkn undanfarið sem batt enda á glæsilegan körfuboltaferil hans. Hann vann meðal annars meistaratitil með Los Angeles árin 2009 og 2010.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing