Myndbönd sem sýna tígrisdýrið Tony, úr auglýsingum matvælaframleiðandans Kelloggs, í allskonar skelfilegum aðstæðum hafa skotið upp kollinum á Youtube.
Mikið hefur verið lagt í framleiðslu myndbandanna sem líta út eins og raunverulegar auglýsingar en efnistökin sýna meðal annars vændiskonu í vanda og lögreglumann ganga í skrokk á konu. Sjáðu auglýsingarnar hér fyrir neðan.
Kelloggs hefur lýst því yfir að fyrirtækið hafi ekkert að gera með auglýsingarnar. Prakkararnir hafa einnig sett upp vefsíðuna Tonyisback.com og komið kassamerkinu #Tonyisback í umferð á samfélagsmiðlum.