Auglýsing

Birtir tíu ár af ógeðslegum skilaboðum frá karlmönnum

Fiðluleikarinn Mia Matsumiya hefur fengið dónaleg, viðbjóðsleg og jafnvel skelfileg skilaboð frá karlmönnum frá því að hún byrjaði að nota internetið. Mia heldur utan um þessi skilaboð og hefur nú birt þau á Instagram-síðunni sinni.

Elstu skilaboðin eru tíu ára gömul en hún geymdi þau í möppu sem hún kallar „creepiness“. Með því að birta myndirnar vill hún sýna hvernig er að vera kona, og þá sérstaklega asísk kona, á netinu.

View this post on Instagram

?

A post shared by Mia Matsumiya (@perv_magnet) on

Matsumiya hefur fengið mörg kynferðislega ógnandi skilaboð og í samtali við Dazed sagðist hún hafa neyðst til að „fela sig“ í Japan í sex mánuði eftir að maður hótaði ítrekað að drepa hana. Hún flutti svo aftur til Bandaríkjanna.

Hún segir að verstu skilaboðin hafi komið frá manni sem skrifaði heilu blaðsíðurnar af sögum um hvernig hann vildi koma á tónleika með henni og nauðga henni inni á baðherbergi. Hann var síðar handtekinn fyrir að hrella aðra asíska konu en lögreglan fann hundruð mynda af henni tölvunni hans ásamt sögum sem hann skrifaði um hana.

Kannist þið við þetta?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing