Leikkonan Leah Remini, sem við þekkjum úr þáttunum King of Queens, hefur yfirgefið Vísindakirkjuna og ætlar að segja frá því sem gengur þar á í ævisögu sinni sem kemur út í næsta mánuði.
Myndbandið hér fyrir ofan sýnir Remini í viðtali við þattinn 20/20 þar sem hún ætlar einnig að opna sig um Vísindakirkjuna, sem er afar umdeild vestanhafs — svo vægt sé tekið til orða.
Remini var skráð í Vísindakirkjuna þegar hún var barn og var um árabil á meðal þekktustu safnarmeðlima. Hún yfirgaf kirkjuna í júlí árið 2013 eftir að lent upp á kant við leiðtogann David Miscavige.
„Tengingin við umheiminn byrjar að rofna,“ segir Remini í viðtalinu um veru sína í Vísindakirkjunni.
Þarna snýst allt um „okkur gegn þeim“. Þegar maður ákveður að hætta í kirkjunni er að maður að yfirgefa allt sem maður þekkir og hefur unnið að allt sitt líf.
Remini sagði einnig að það hafi hræðilegar afleiðingar að gagnrýna Tom Cruise, sem er þekktasti meðlimur Vísindakirkjunnar.
Sjá einnig: Sex klikkaðar afhjúpanir í nýrri heimildarmynd um Vísindakirkjuna
Vísindakirkjan er einnig gagnrýnd harðlega í heimildarmyndinni Going Clear, eftir Alex Gibney, sem var frumsýnd fyrr á þessu ári.
Myndin er byggð samnefndri metsölubók eftir Lawrence Wright og afhjúpar ýmislegt misjafnt sem hefur fengið að viðgangast innan Vísindakirkjunnar.
160 lögfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar HBO, sem framleiddi myndina, fóru yfir hana áður en hún var frumsýnd til að ganga úr skugga um að efni hennar myndi halda vatni fyrir rétti.
Hér má sjá sex klikkaðar staðreyndir sem voru afhjúpaðar í myndinni.