Auglýsing

Jon Stewart snýr aftur, framleiðir efni fyrir sjónvarpsstöðina HBO

Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart hefur skrifað undir samning við HBO sjónvarpsstöðina. Samningurinn er til fjögurra ára og Stewart mun framleiða stutt myndbönd fyrir netið og streymisþjónustu HBO þar sem hann tæklar málefni líðandi stundar á sinn einstaka hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO.

Ekki er langt síðan Stewart hætti sem þáttastjórnandi The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Þátturinn naut mikilla vinsælda og var stökkpallur fyrir feril manna á borð við John Oliver, Steve Carrell og Stephen Colbert. Oliver leysti einmitt Stewart af í þætti hans um stund en fór svo yfir á HBO og sló í gegn með eigin þætti.

Stewart segir í tilkynningu frá HBO að 22 mínútur í sjónvarpinu á hverju kvöldi hafi farið með sig.

Ég er nokkuð viss um að ég nái að framleiða nokkrar mínútur af efni endrum og eins.

Samkvæmt samningnum gæti Stewart einnig komið að framleiðslu fleiri þátta fyrir HBO. Stewart byrjaði að stýra The Daily Show árið 1999 en hætti í ágúst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing