Auglýsing

Birgitta Jónsdóttir segir að hópnauðgun úr bók Jóns Gnarr hafi aldrei átt sér stað

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að hópnauðgun sem Jón Gnarr segir frá í bók sinni Útlaganum hafi aldrei átt sér stað. Þetta kemur fram í athugasemd Birgittu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í gagnrýni Stundarinnar um bók Jóns.

„Jón fer yfir ákveðna línu sem mér finnst að hann ætti að leiðrétta þar sem hann vænir skólafélaga sína um hópnauðgun sem allri átti sér stað,“ segir hún.

Birgitta var á Núpi á sama tíma og Jón. Hún segir á Facebook-síðu sinni að hún og töluvert margir skólafélagar hans á þessum tíma hafi hist nýverið. „Og enginn, ekki nokkur maður kannaðist við það sem er meginþráður bókarinnar,“ segir hún.

Þó fórum við öll í nákvæmlega sama ferlið, merkilegt nokk, grandskoðuðum minningar okkar til að kanna hvort að einhver fótur væri fyrir því að á Núpi hafi verið eintómir níðingar. Flest okkar fórum þarna sjálfviljuð vegna þess að við heyrðum svo góðar sögur af staðnum frá vinum, ættingjum eða úti í samfélaginu

Í umfjöllun Stundarinnar frá því í október kemur fram að margir samnemenda Jóns hafi kannist við umrætt atvik, en að lýsingum þeirra á atburðinum beri ekki alveg saman.

„Einn nemandi sem þekkti viðkomandi stúlku vel segir að hún hafi haft lágt sjálfsálit og talið að hún yrði vinsæl ef hún stundaði kynlíf með sem flestum,“ segir í umfjölluninni.

„Ég myndi ekki kalla þetta hópnauðgun, því í hennar augum var hún bara vinsæl og var bara heppin að svo margir vildu fara á hana. Þetta er ljótur atburður sem hún í fávísi sinni, eins skemmd og hún var kannski þá, upplifir ekki sem hópnauðgun,“ er haft eftir skólasystur Jóns á vef Stundarinnar. Þar kemur fram að annar fyrrum nemandi hafi talað á sömu nótum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing