Notendur Facebook hafa undanfarið verið duglegir við að dreifa efni frá aðdáendasíðu Jennifer Aniston. Svo virðist sem margir telji að um opinbera Facebook-síðu leikkonunnar sé að ræða og hafa því dreift heilræðum og öðrum sem birt er á síðunni.
Jennifer Aniston notar ekki samfélagsmiðla, samkvæmt frétt Huffington Post. Ekki nóg með það, þá er falleg saga sem aðdáendasíðan birti í gær, um Jennifer Aniston og heimilislausa konu, fimm ára gömul og upprunalega frá notenda á Reddit.
Umrædda færslu má sjá hér fyrir neðan en margir hafa látið blekkjast og telja að Jennifer Aniston sé á bakvið hana.
„I was day tripping to Vancouver from Seattle and stopped in for lunch at a little cafe. From my window I saw a young…
Posted by Jennifer Aniston on Tuesday, November 10, 2015
Aðdáendasíðan hefur einnig birt brot úr viðtölum við Jennifer Aniston ásamt öðru tengdu leikkonunni. Talsmaður hennar segir í samtali við Huffington Post að ofangreind færsla hafi ekkert að gera með Jennifer Aniston.