Auglýsing

Gefa 99 prósent af hlutum sínum í Facebook til góðgerðarmála, vilja stuðla að jafnrétti

Mark Zucker­berg, einn af stofnendum Face­book, og eig­in­kona hans, dr. Priscilla Chan, greindu frá því í kvöld að þau ætli að gefa 99 prósent hluta­bréfa sinna í Facebook til góðgerðar­mála. Þetta kemur fram í bréf til dóttur þeirra á Facebook. Hún fæddist í síðustu viku og hefur fengið nafnið Max.

Hluta­bréf­in eru met­in á um 45 millj­arða Banda­ríkja­dala. Það eru um 5.900 millj­örðum íslenskra króna. Nýbökuðu foreldrarnir segja í bréfinu að þau ætli að gefa auðæfi sín vegna þess að þau vilja skilja eftir betri heim fyrir dóttur sína — og miklu fleiri.

Hjónin hafa stofnað góðgerðarsamtökin Chan Zuckerberg Initiative til að halda utan um peningana. Í bréfinu kemur fram að sjóðurinn fjármagni kennslu, leit að lækningu við sjúkdómum, verkefni sem tengja saman fólk ásamt því að byggja upp sterk samfélög.

Zuckerberg mun áfram halda um stjórnartaumana hjá Facebook en mun selja eða gefa hlutabréf að andvirði milljarðs dala á ári næstu þrjú árin.

Með þessu vilja Zuckerberg og Chan leggja megináherslu á tvennt: Að efla möguleika mannkyns og stuðla að jafnrétti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing