Auglýsing

12 ára bardagakappi vill verða sá besti, mamma hans stendur með honum alla leið

Þrátt fyrir að Mikael Leó Aclipen sé aðeins 12 ára gamall er hann þegar búinn að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla í brasilísku jiu jitsu. Hann er gríðarlega metnaðarfullur, glímir þrisvar í viku, æfir kickbox tvisvar í viku ásamt því að stunda jóga og þrekæfingar. Draumur hans er að berjast á meðal þeirra bestu í UFC.

Fjallað er um Mikael í nýjasta þætti Nútímafólks. Sjáðu þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.

Mikael segir að það sé pirrandi að fólk haldi að íþróttirnar sem hann stundar gangi út á ofbeldi. „Þetta snýst ekki um að meiða andstæðinginn. Ástæðan fyrir því að mig langar að komast í UFC er að ég elska íþróttina svo mikið,“ segir hann í þættinum.

Lára Dís Richarðsdóttir, mamma Mikaels, styður hann alla leið. „Mamma mín er nagli. Hún er rosaleg. Hún er líka í Mjölni og byrjaði að æfa á undan mér,“ segir hann stoltur.

Hún tók hann með sér í Mjölni á sínum tíma og áttar sig á því að fólk skilur stundum ekki foreldra sem eiga börn í þessum íþróttum.

Fólk verður svolítið að skilja þetta sport. Eins og Mikael segir; þetta snýst ekki um að lemja fólk. Þetta snýst um að hafa bestu tæknina og færnina. Og líka hvernig þú hugsar.

Hún játar að hún eigi eflaust eftir að vera hrædd um Mikael þegar hann stígur inn í hringinn, líkt og Gunnar Nelson – fyrirmyndin hans – gerir um helgina.

„Maður er náttúrulega alltaf hræddur en ég hef fulla trú á honum vegna þess að maður lærir svo rosalega mikið að verja sig og koma í veg fyrir meiðsli. Ég hef trú á honum og mun standa með honum alla leið.“

Næsti þáttur ▶️ Örnu Báru var sagt að hún gæti ekki orðið frægt módel

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing