Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti í grein í gær þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld vegna framlaga til heilbrigðismála. Hann hótaði að safna 100 þúsund undirskriftum gegn ríkisstjórnarflokkunum ef framlög yrðu ekki aukin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði Kára í dag og sagði hann ljúga og nýta sér veikindi fólks til sjálfsupphafningar.
Fáum nokkra hluti á hreint:
Kári segir að heilbrigðiskerfið sé í engu minna rusli en áður og að það horfi ekki til bóta nema síður sé.
Sigmundur segir að framlög til spítalans hafi aldrei verið meiri og að það sama eigi við um heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild.
Kári segir Alþingi gera ráð fyrir því að fjárframlög til Landspítalans verði óbreytt þótt það sé ljóst að það muni kosta fjórum milljörðum meira þá en nú að halda uppi sömu þjónustu og hefur verið veitt í ár. Hann segir því að það eigi ekki einu sinni að halda í horfinu hvað þá að gera betur.
Sigmundur hvetur Kára til að benda á annað vestrænt ríki sem hefur aukið jafnmikið við framlög til heilbrigðismála á sama tímabili, eða nokkru öðru tímabili í seinni tíð.
Fáum botn í þetta.