Skelfilega vandræðaleg mistök áttu sér stað á keppninni Miss Universe í Las Vegas í gær þegar stúlkan sem lenti í öðru sæti var fyrir mistök krýnd sigurvegari.
Sjá einnig: Manúela varð vitni að mistökunum á Miss Universe: „Ruglaðasta sem ég hef séð“
Í tilefni af því hafa margir rifjað upp samskonar mistök sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins árið 2009.
Þá var Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, kjörinn formaður fyrir mistök. Atvikið var ansi vandræðalegt eins og myndbandið hér fyrir ofan sýnir en Höskuldur var formaður í fimm mínútur.
Höskuldur ætti því að vita hvernig ungfrú Kolumbíu líður.