Auglýsing

Laun bankastjóra Landsbankans hækka um 41%, þriðja hækkunin frá árinu 2009

Mánaðarlaun banka­stjóra Lands­bank­ans hækka um rúm­lega 565 þúsund í kjöl­far úr­sk­urðar kjararáðs fyrr í þess­um mánuði. Heild­ar­laun eru um 1.950 þúsund eft­ir hækk­un­ina og hækka um 41%. Hækk­un­in er aft­ur­virk til 1. des­em­ber. Þetta kemur fram á mbl.is.

Mbl.is greinir frá því að þetta sé þriðja launa­hækk­un banka­stjór­ans frá árs­byrj­un 2009. Í mars árið 2010 voru laun banka­stjór­ans hækkuð í tæp­lega 1.159 þúsund krón­ur. Launin voru svo hækkuð í 1.384 þúsund í júní 2013 en þá var hækkunin aft­ur­virk­ frá og með 1. júní 2012.

Laun bankastjóra Landsbankans heyra undir kjararáð.

Bankaráð Landsbankans sendi kjararáði bréf í fyrra þar sem kom fram að raun­veru­leg­ur vinnu­tími banka­stjóra utan dag­vinnu hafi að jafnaði verið á bil­inu 100-120 klst. á mánuði.

Eng­in rök standi til þess að kjararáð ákv­arði banka­stjóra Lands­bank­ans lak­ari laun og starfs­kjör en þau sem hafi verið ákvörðuð fyr­ir seðlabanka­stjóra eða for­stjóra Lands­virkj­un­ar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing