Justin Bieber og fylgdarliði hans var vísað frá Tulum, vernduðu svæði Mayan-frumbyggja, í Mexíkó í vikunni. Ástæðan: Bieber var að príla á fornum rústum sem hann mátti alls ekki príla á.
Bieber, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í tónleikahaldi, hefur áður verið gagnrýndur fyrir að fara ekki nógu varlega. Þegar hann kom til landsins skellti hann sér út í Jökulsárlón en starfsfólk ferðaþjónustunnar á staðnum hafði þungar áhyggjur af því að aðdáendur söngvarans myndu leika það eftir honum.
Sjá einnig: Leikskólabörn endurtaka hispurslausa línu úr Skaupinu: „Ég svaf hjá Justin Bieber“
Starfsmaður stofnunarinnar sem sér um fornleifasvæðið í Mexíkó sagði í samtali við fréttastofu AP að Bieber hafi verið á svæðinu á fimmtudag. Hann gat hvorki gefið upp nafn sitt né hvert Bieber klifraði en staðfesti að Bieber hafi verið vísað frá svæðinu.
Viðkvæm sem ferðamenn mega ekki snerta eru afmörkuð með skiltum, samkvæmt frétt AP.