Ísland tapaði fyrir Króatíu á Evrópumótinu í handbolta og stimplaði sig þar með úr keppni. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, horfði á leikinn á Grund og spjallaði við íbúana. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Svona hefði EM stofan verið eftir tapið gegn Króatíu ef enginn hefði talað
Þau voru ekki ánægð með frammistöðu liðsins. Við ætluðum auðvitað að mæta á svæðið og mynda brjáluð fagnaðarlæti en leikurinn fór ekki eins og við vildum. „Þetta er hræðilegt,“ sagði ein og önnur bauð Björgvini Páli Gústavssyni í fría klippingu.