Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, heldur málfund um listamannalaun í kvöld. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, flytur erindi á fundinum en hann blandaði sér í umræðuna með eftirminnilegum hætti á dögunum.
Hlynur Helgason, myndlistamaður sem situr í stjórn um listamannalaun, flytur einnig ræðu og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður þar sem gestum gefst tækifæri á að koma með spurningar.
Fundurinn hefst klukkan 20.30 Fylgstu með hér fyrir neðan.
Uppfært: Ekki náðist að sýna frá fundinum.
https://youtu.be/Ia4ivV6wCkU