Auglýsing

Uppsagnir hjá Plain Vanilla, stöðugildum fækkar um 14 á Íslandi

Stöðugildum hjá Plain Vanilla fækkar um 14 hér á landi í endurskipulagningu á starfsemi fyrirtækisins. Þetta gerist í kjölfar kaupa bandaríska leikjarisans Glu Mobile á stórum hlut í fyrirtækinu, sem Nútíminn greindi frá á dögunum.

Sjá einnig: Gaurarnir á bakvið Kim Kardashian-leikinn fjárfesta í Plain Vanilla, geta keypt fyrirtækið

Í tilkynningu frá Plain Vanilla kemur fram að stefnt sé að sameiningu fyrirtækjanna tveggja á næstu 15 mánuðum. Starfsmenn fyrirtækisins hér á landi hafa verið á bilinu 70 til 80 og meginþróun leiksins verður áfram vera hér á landi.

Plain Vanilla og Glu ætla í sameiningu að einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. Gert er ráð fyrir að frumsýning þáttarins verði í Bandaríkjunum og Bretlandi næsta haust og að spilurum muni fjölga í kjölfar frumsýningar þáttarins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing