Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson fer á kostum í Njálu Borgarleikhúsinu. Nútímanum bárust ábendingar um að Hjörtur sé í hrikalegu formi í sýningunni og hafa heimildarmennirnir ekki sparað stóru orðin.
Í samtali við Nútímann segir Hjörtur að hlutverkið hafi ekki krafist þess að hann myndi umturna líkama sínum. Honum fannst hins vegar henta að taka á því fyrir hlutverkið. „Þetta var ekki: „Massaðu þig upp um tíu kíló annars færðu ekki að leika í þessu“,“ segir hann léttur.
Ég byrjaði á þessu fljótlega eftir seinustu áramót. Það var hreinlega vegna þess að ég vildi koma mér í form. Ég og æskuvinur minn vorum búnir að hittast og tala um að fara í ræktina árum saman og létum loksins verða að því.
Hjörtur segist alltaf hafa verið ágætisformi. Hann lék handrukkara í kvikmyndinni Austur og fór þá á fullt í kraftlyftingum. „Ég þyngdist og massaðist töluvert upp og varð hálfgerður kubbur. Það hentaði svo engan veginn fyrir leikhúsið,“ segir hann og tekur sem dæmi sýninguna um Línu Langsokk.
Hann byrjaði svo í nýju prógrammi þar sem hann vildi tálga aðeins af sér, vera fimari — ekki eins mikill kubbur. Skrokkurinn átti að henta leikhúsinu betur.
„Þetta er ekki neinn pakki sem við fundum á netinu,“ segir Hjörtur. „Ég prófaði mig áfram með að skipta dögum, lappir einn daginn, bak og axlir annan. En mér finnst það ekki jafn skemmtilegt. Svo er ég alltaf að missa úr daga og þá gengur þetta ekki upp. Það er ekki nógu sveigjanlegt.“
Hann endaði á að smíða prógram þar sem hann tekur átta æfingar ná yfir allan líkamann. „Ég fer svona þrisvar til fjórum sinnum í viku og vinn í eftirfarandi líkamshlutum í hvert skipti: Bringa, bak, axlir, þríhöfði, tvíhöfði, lappir, kálfar og magi,“ segir Hjörtur.
„Svo legg ég áherslu á eitt svæði í hvert skipti þar sem ég tek auka sett og er að taka þyngra og svona. Það er fyrsta æfing dagsins. Annars er hver æfing svona 2-3 sett venjulega og 8-12 reps. Oftast súpersetta ég einhverjar æfingar og reyni að hafa lítinn hvíldartíma á milli, þannig að ég er að allan tímann. Þá næ ég að trukka í gegnum þetta á 60-90 mínútum.“
Svona gæti vika litið út hjá Hirti
„Það er svo gaman að breyta til. Prófa allskonar æfingar. Ég held að það hjálpi,“ segir hann. „Svo er grunnheimspeki í þessu hjá mér að vera ekkert að keppast við einhverja þyngd. Ég reyni að vera rosa skynsamur í þessu.“
Varðandi matarræðið segist Hjörtur éta eins og svín. „Þetta er svo mikil brennsla. Ég passa mig bara á að éta ekki of mikinn sykur og svona. Drekk ekki sykur, ekki drekka kaloríur. Svo hætti ég að drekka líka,“ segir hann og bætir við að sú ákvörðun hafi ekki beint líkamsræktartengd.
„Ég var að fara í svo mikla vinnutörn að ég tók pásu. Þetta var ekki nein stór lífstílsákvörðun,“ segir hann léttur.
„Þetta er allt mjög afslappað — andstaðan við að vera kvöð. Það er algjör lúxus að fara í ræktina og ná góðum degi eftir vinnu. Sama með matinn, þetta er bara auðvelt og þægilegt.“
Hér má sjá Hjört í kvikmyndinni Reykjavík, sem verður frumsýnd 11 mars. Hann er talsvert hrikalegri í dag en myndin var tekin upp árið 2014.