Auglýsing

Baltasar byrjaður að búa til nýtt plott fyrir framhald á Ófærð: „Kvörnin er á fullu“

Baltasar Kormákur segir að byrjað sé að spá í annarri þáttaröð af Ófærð. Þetta kom fram í viðtali við Baltasar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Tvöfaldur lokaþáttur af Ófærð var sýndir í gær og fyrstu tölur sýna að um 60 prósent þjóðarinnar hafi fylgst með. Nútíminn greindi frá því í gær að framhald á þáttunum sé þegar í skoðun.

„Það er að sjálfsögðu stefnan, það væri ótrúlega gaman,“ sagði Baltasar í Reykjavík Síðdegis.

Ég er núna á fullu — kvörnin er á fullu að búa til nýtt plott og auðvitað erum við ekki komin með staðfestingu á fjármagni þegar þetta er að fara af stað en á þeim svæðum sem þetta hefur verið sýnt hefur gengið það vel að það er full ástæða til að ætla að menn vilji fá meira.

Baltasar Kormákur er á bakvið Ófærð sem eru dýrustu íslensku þættir sem framleiddir hafa verið. Kostnaðurinn við framleiðsluna var í kringum milljarð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing