Sunna Rannveig Davíðsdóttir er ekki bara þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu heldur líka Evrópumeistari í greininni og Evrópumeistari áhugamanna í MMA.
Hún er grjóthörð en á sama tíma ótrúlega ljúf og frábær þjálfari. Sunna er ÍAK einkaþjálfari og tekur að sér að þjálfa einstaklinga og litla hópa í Mjölni. Við sendum Kristínu Péturs, útsendara Nútímans, í einkaþjálfun til Sunnu og hún skemmti sér konunglega. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Ef þú vilt komast í þjálfun hjá Sunnu þá bendum við þér á Facebook-síðuna hennar.
Næst ▶️ Hver er næsti forseti Íslands að mati fólks undir áhrifum áfengis? Án gríns, við spurðum
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!