Samtök sem kallast Project Consent hafa sent frá sér þrjú myndbönd sem útskýra á einfaldan hátt samþykki í kynlífi. Myndböndin eru ansi skondin en hægt er að horfa á þau öll hér fyrir neðan.
Samtökin voru stofnuð árið 2014 og vilja hvetja til umræðu um nauðgunarmenninguna ásamt því að fræða fólk um hvað felst í því að fá samþykki. Myndböndin sýna þetta á afar einfaldan hátt: Ef þú færð ekki „já“ þá færðu „nei“.
Terry Drummon, sem var yfir verkefninu fyrir auglýsingastofuna Juniper Park/TBWA segir í samtali við Huffington Post að þetta sé í raun afar einfalt. „Þetta er alls ekki flókið mál, ef maður fær ekki „já“ fær maður „nei“.
Horðu á myndböndin hér fyrir neðan.