Júníus Meyvant kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. Júníus kemur fram á fimmtudeginum í Pavilion-tjaldinu.
Áður hafði komið fram að Reykjavíkurdætur og Milkywhale verði fulltrúar Íslands á hátíðinni.
Í tilkynningu kemur fram að framundan hjá Júníusi Meyvant sé fyrsta breiðskífan hans, létt spilamennska hér heima og úti en í haust verður mikið um tónleikaferðalög.
Aðrir flytjendur sem voru tilkynntir í dag með lokadagskránni eru Neil Young, Grimes, Santigold og fleiri.