Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson biðlar til ungs fólks í stjórnarflokkunum að sporna við kynþáttafordómum í kosningunum sem virðast vera framundan í haust.
Unnsteinn beinir skilaboðum sínum til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, og Páls Marís Pálssonar, formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. „Nú þegar virðist vera stutt í kosningar, langar mig að biðla til unga fólksins í stjórnarflokkunum,“ segir hann.
Að hvernig sem fer munið þið gera hvað þið getið til að sporna við kynþáttafordómum og xenophobiu innan ykkar flokka í kosningabaráttunni. Alls ekki misskilja mig, það eru mjög fáir sem þurfa að eyðileggja fyrir hinum. En ég treysti á ykkur.
Unnsteinn segir að lituð börn á Íslandi eigi ekki að þurfa heyra í gömlum köllum efast um tilverurétt þeirra. „Eru þið til í þetta loforð?“ spyr hann.
Áslaug Arna og Páll Marís taka bæði vel í bón Unnsteins. „Það mun ég alltaf passa uppá og gera mitt allra besta að aðrir geri líka,“ segir Áslaug og Páll skorar á alla stjórnmálaflokka á Íslandi að standa saman gegn kynþáttafordómum.