Auglýsing

Síminn hafði betur gegn Nova, sýnir alla leikina á EM í fótbolta í sumar á Ingólfstorgi

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag umsögn þess efnis að Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir fái afnot af Ingólfstorgi í sumar til sýningar á leikjum í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 í knattspyrnu. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Sjá einnig: Síminn og Nova berjast um Ingólfstorg, vilja fá að sýna leikina á EM í fótbolta í sumar

Eins og Nútíminn greindi frá á dögunum þá tókust Síminn og Nova á um að fá að vera með aðstöðu á Ing­ólf­s­torgi í sum­ar til að sýna frá Evr­ópu­mót­inu í fót­bolta. Þá vildu fyrirtækin standa fyr­ir öðrum viðburðum í tengsl­um við keppn­ina.

Um er að ræða einstakan viðburð í íslenskri íþróttasögu sem fær nú að njóta sín í hjarta höfuðborgarinnar. Ætlunin er að endurskapa stemninguna á knattspyrnuleikvöngunum í Frakklandi á Ingólfstorgi og færa líf í miðborgina.

Samkvæmt samningnum mun KSÍ ásamt samstarfsaðilum standa fyrir útsendingum á risaskjá á Ingólfstorgi þar sem allir leikir mótsins verða sýndir, gestum og gangandi að kostnaðarlausu. Torginu verður þannig breytt í EM stofu.

Ásamt því að sýna leikina á risaskjá verður boðið uppá fjölskylduskemmtun tengda fótbolta með ýmsum uppákomum alla daga meðan mótið stendur. Samkvæmt tilkynningunni á borgarinnar miðast öll umgjörð, veitingar, dagskrá og básar við að um fjölskylduskemmtun sé að ræða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing